Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans hafa skilað árangri. Hægt hafi á fasteignamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Eignamyndun hafi einnig verið mikil undanfarin ár. Stöð 2/Ívar Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33