Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádeginu fjöllum við um málefni Alþingis en til stendur að þingið fari í sumarfrí á föstudaginn kemur.

Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd af minnihlutanum og við heyrum sjónarmið forseta Alþingis og þingmanns Samfylkingarinnar.

Einnig fjöllum við um yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun og ræðum við seðlabankastjóra um stöðuna á fjármálakerfinu. 

Að auki fjöllum við um verkfall BSRB en foreldrar komu saman til mótmæla í Reykjavík í morgun og í Kópavogi nú í hádeginu. 

Að endingu verður rætt við foreldra fatlaðs drengs sem segja óþolandi að vita ekki hvort, og þá hvar sonur þeirra fær inni í framhaldsskóla í haust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×