Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 11:11 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fundinn sem nú stendur yfir. Stöð 2/Einar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira