Þá var tilkynnt um mann sem hafði pantað og neytt veitinga á veitingastað í miðborg Reykjavíkur en neitaði að greiða fyrir þær.
Um kvöldmatarleytið barst tilkynning um eld í skúr í póstnúmerinu 113. Grunur leikur á um að kveikt hafi verið í skúrnum en ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki.
Í póstnúmerinu 112 var tilkynnt um innbrot og þjófnað á verkstæði þar sem rafsuðuvél var tekin ófrjálsri hendi og þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í póstnúmeri 201.
Nokkrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum og þá voru skráningarnúmer tekin af þremur bifreiðum í póstnúmerinu 110, vegna ógreiddra trygginga eða vanrækslu á skoðun.