Innlent

Einn neitaði að greiða fyrir veitingar og annar að yfir­gefa staðinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kúnninn var að gæða sér á mat fyrir utan sjoppuna þegar lögregla bar að garði. Myndin er úr safni.
Kúnninn var að gæða sér á mat fyrir utan sjoppuna þegar lögregla bar að garði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi voru til vandræða. Eitt var vegna manns sem neitaði að yfirgefa veitingastað og annað þar sem aka þurfti viðkomandi heim sökum ástands.

Þá var tilkynnt um mann sem hafði pantað og neytt veitinga á veitingastað í miðborg Reykjavíkur en neitaði að greiða fyrir þær. 

Um kvöldmatarleytið barst tilkynning um eld í skúr í póstnúmerinu 113. Grunur leikur á um að kveikt hafi verið í skúrnum en ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki.

Í póstnúmerinu 112 var tilkynnt um innbrot og þjófnað á verkstæði þar sem rafsuðuvél var tekin ófrjálsri hendi og þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í póstnúmeri 201.

Nokkrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum og þá voru skráningarnúmer tekin af þremur bifreiðum í póstnúmerinu 110, vegna ógreiddra trygginga eða vanrækslu á skoðun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.