Um er að ræða 295 fermetra einbýlishús á eftirsóttum stað í Kópavogi með frístæðum bílskúr á 1600 fermetra lóð. Við garðinn er fallega gróinn garður og stórt bílaplan.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.
Húsið er tveimur hæðum umvafið hlýlegum retro-stíl með sjarmerandi frönskum gluggum.
Neðri hæðin skiptist í forstofu, eldhús, tvær opnar stofur, borðstofu og þvottahús. Stofurýmin tvö eru rúmgóð og björt með kamínu í annarri þeirra. Þaðan er opið inn í borðstofa þar sem gengið er út á skjólgóða verönd.




Á neðri hæðinni er rúmgott eldhús snyrtilegri hvítri innréttingu, gashelluborði og granít á borðum. Innangegnt er úr eldhúsi í þvottahús og geymslu.








Gengið er upp teppalagðan stiga sem leiðir að svefnherbergisálmu með fimm svefnherbergjum og rúmgóðu baðherbergi.
Útgengt er úr hjónaherberginu á suðursvalir sem eru að hluta til undir súð og á vestursvalir úr tveimur barnaherbergjum.





