Kúkú Campers í formlegt söluferli Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 16. maí 2018 06:00 Bílaleigan hefur verið eitt fyrirferðamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins síðustu ár. Kúkú Campers Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbílaleigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guðbjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Steinarr Lár Steinarsson.Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrirtækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00 KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbílaleigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guðbjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Steinarr Lár Steinarsson.Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrirtækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00 KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00
KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43