Katrín fundaði með formönnum um yfirvofandi launahækkanir Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 09:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í morgun með formönnum flokka á þingi þar sem yfirvofandi launahækkanir æðstu ráðamanna voru til umræðu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29