Innlent

Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Stutt er síðan íslenskur karlmaður lést þegar hann féll fram af björgum á Snæfellsnesi.
Stutt er síðan íslenskur karlmaður lést þegar hann féll fram af björgum á Snæfellsnesi. vísir/hallgerður kolbrún

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi.

Jón Þór Víglundsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Þetta er talsvetrt uppi í fjallshlíð og það verður sennilega eitthvað bras og tekur tíma að koma honum niður,“ segir hann. Sjúkraflutningamenn séu komnir á staðinn en björgunarsveit muni aðstoða við að koma manninum í sjúkrabíl.


Tengdar fréttir

Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó.

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×