Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 10:44 Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað. Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð. Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira