Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júní 2023 07:02 Hjálmar Bogi Hafliðason segir sveitarstjórn ósátta við einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir um öryggisatriði að ræða. Vísir/Vilhelm, Egill Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann. Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann.
Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira