Frétti fyrst af bónorði ástmannsins hjá systur sinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júní 2023 15:29 Parið og verðandi hjón eiga skemmtilega tíma fyrir höndum við að plana brúðkaupsgleðina. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir sagði já við einu óvæntasta og skrýtnasta bónorði ársins. Eiginmaðurinn verðandi bar um bónina í fréttatilkynningu til fjölmiðla og Kolbrún fékk því spurninguna stóru í fjölmiðlum, í gegnum systur sína. „Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
„Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04