„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 10:27 Myndbandið hefur vakið upp margar spurningar um tilgang með flokkun sorps. Jón Þórir segir að verið sé að innleiða nýtt kerfi en það taki tíma. Skjáskot, Vísir/Vilhelm Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. „PR-lega séð hefði ábyggilega verið betra að losa á sitthvorum bílnum út af svona myndböndum, sem eru ódauðleg. En kerfið er ekki lagt af stað,“ segir Jón Þórir um myndbandið sem hefur verið í dreifingu á TikTok og birt var á vefmiðlinum hun.is í gær. Eftir að hafa séð myndbandið hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna heimilunum er gert að flokka rusl sem sé síðan sett í saman bíl og blandast þar. Jón Þórir segir hins vegar að innleiðing kerfisins sé enn þá í gangi og fyrir næstu losun ættu þeir íbúar sem fengið hafa tunnurnar að fá aðskilda tæmingu. „Kerfið er ekki búið að innleiða og það er ekki búið að gefa út fyrir dagatal fyrir sérsöfnun. Sérsöfnun á bláum tunnum, fyrir pappír, pappa og plast, hefst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð,“ segir hann. „Við fylgjum enn þá gamla kerfinu fyrsta hálfa mánuðinn. Það var því ein losun sem var á gamla mátann.“ Fólk fékk ílát en kerfið ekki tilbúið Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það er Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Jón Þórir segir að í gær hafi verið byrjað að losa pappír, pappa og plast aðskilið í Garðabæ og Mosfellsbæ. Dreifing á ílátum hófst fyrir um tíu dögum en innleiðingin á öllu svæði félagsins mun taka átta vikur í heildina. Fyrir næstu losun verði kerfið komið á að hluta í Kópavogi og í öllum bænum eftir um sex vikur. Þá eiga allir íbúar Kópavogs að vera komnir með fjóra flokka sorps sem verða sóttir á aðskildum bílum og búin til verðmæti úr því. Umtalsverð verðmæti í flokkun Jón Þórir fullvissar fólk um að það sé mikill tilgangur með flokkun sorps. Umtalsverð verðmæti séu í því. „Bráðlega getum við hætt að urða ruslið í Álfsnesi. Við búumst við því að útflutningur á pappír, pappa og plasti geti aukist um þrjátíu prósent við þessa flokkun hjá okkur. Það eru nokkur hundruð skipagámar á ári,“ segir hann. Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi. Kópavogur Sorphirða Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„PR-lega séð hefði ábyggilega verið betra að losa á sitthvorum bílnum út af svona myndböndum, sem eru ódauðleg. En kerfið er ekki lagt af stað,“ segir Jón Þórir um myndbandið sem hefur verið í dreifingu á TikTok og birt var á vefmiðlinum hun.is í gær. Eftir að hafa séð myndbandið hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna heimilunum er gert að flokka rusl sem sé síðan sett í saman bíl og blandast þar. Jón Þórir segir hins vegar að innleiðing kerfisins sé enn þá í gangi og fyrir næstu losun ættu þeir íbúar sem fengið hafa tunnurnar að fá aðskilda tæmingu. „Kerfið er ekki búið að innleiða og það er ekki búið að gefa út fyrir dagatal fyrir sérsöfnun. Sérsöfnun á bláum tunnum, fyrir pappír, pappa og plast, hefst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð,“ segir hann. „Við fylgjum enn þá gamla kerfinu fyrsta hálfa mánuðinn. Það var því ein losun sem var á gamla mátann.“ Fólk fékk ílát en kerfið ekki tilbúið Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það er Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Jón Þórir segir að í gær hafi verið byrjað að losa pappír, pappa og plast aðskilið í Garðabæ og Mosfellsbæ. Dreifing á ílátum hófst fyrir um tíu dögum en innleiðingin á öllu svæði félagsins mun taka átta vikur í heildina. Fyrir næstu losun verði kerfið komið á að hluta í Kópavogi og í öllum bænum eftir um sex vikur. Þá eiga allir íbúar Kópavogs að vera komnir með fjóra flokka sorps sem verða sóttir á aðskildum bílum og búin til verðmæti úr því. Umtalsverð verðmæti í flokkun Jón Þórir fullvissar fólk um að það sé mikill tilgangur með flokkun sorps. Umtalsverð verðmæti séu í því. „Bráðlega getum við hætt að urða ruslið í Álfsnesi. Við búumst við því að útflutningur á pappír, pappa og plasti geti aukist um þrjátíu prósent við þessa flokkun hjá okkur. Það eru nokkur hundruð skipagámar á ári,“ segir hann. Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Kópavogur Sorphirða Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira