Ákvörðunin skiljanleg en breyti ekki viðfangsefninu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2023 13:01 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir aukna sókn í sjúkrasjóði stéttarfélaga mega rekja að stórum hluta til fjárhagsáhyggja launþega. VÍSIR/VILHELM Formaður VR telur að afsögn Aðalsteins Leifssonar, fyrrverandi ríkissáttasemjara, muni ekki hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. Enginn þrýstingur hafi verið frá hans armi verkalýðshreyfingarinnar um afsögn. Aðalsteinn Leifsson sagði óvænt af sér embætti ríkissáttasemjara í gær og hefur uppsögnin þegar tekið gildi. Sagði hann afsögnina að eigin frumkvæði og að enginn hefði þrýst honum úr embætti. Krefjandi verkefni framundan Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki halda að vendingar gærdagsins muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Nei í sjálfu sér ekki, ég tel að verkefnið verði alveg jafn krefjandi, alveg sama hver leiðir það á vettvangi ríkissáttasemjara að þá breytir það ekki verkefninu að það verður gríðarlega krefjandi að koma þessu saman.“ Vettvangur kjarasamninga sé gríðarlega krefjandi og því skilji Ragnar Þór vel vilji fólk skipta um vettvang enda taki vinnan tíma frá fjölskyldu og skapi mikið álag. „Þannig ákvörðunin sem slík er skiljanleg en ég held að hún breyti ekki viðfangsefninu. Við munum þurfa að ná saman og ná samningum með einhverjum hætti, auðvitað skiptir máli hver stýrir svona vinnu en ég held svona að þetta muni ekki hafa einhver úrslitaáhrif.“ Kannast ekki við þrýsting um afsögn Þá segir hann að enginn þrýstingur hafi verið frá hans armi verkalýðshreyfingarinnar um afsögn. „Ekki af okkar hálfu nei, það kannast ég ekki við.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir ákvörðunina alfarið hans eigin „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn hættir tveimur árum á undan áætlun Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Embættið verður auglýst til umsóknar á næstu dögum. Hann segist hafa átt frumkvæðið að því að hætta sjálfur. Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára í febrúar árið 2020. 31. maí 2023 14:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson sagði óvænt af sér embætti ríkissáttasemjara í gær og hefur uppsögnin þegar tekið gildi. Sagði hann afsögnina að eigin frumkvæði og að enginn hefði þrýst honum úr embætti. Krefjandi verkefni framundan Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki halda að vendingar gærdagsins muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Nei í sjálfu sér ekki, ég tel að verkefnið verði alveg jafn krefjandi, alveg sama hver leiðir það á vettvangi ríkissáttasemjara að þá breytir það ekki verkefninu að það verður gríðarlega krefjandi að koma þessu saman.“ Vettvangur kjarasamninga sé gríðarlega krefjandi og því skilji Ragnar Þór vel vilji fólk skipta um vettvang enda taki vinnan tíma frá fjölskyldu og skapi mikið álag. „Þannig ákvörðunin sem slík er skiljanleg en ég held að hún breyti ekki viðfangsefninu. Við munum þurfa að ná saman og ná samningum með einhverjum hætti, auðvitað skiptir máli hver stýrir svona vinnu en ég held svona að þetta muni ekki hafa einhver úrslitaáhrif.“ Kannast ekki við þrýsting um afsögn Þá segir hann að enginn þrýstingur hafi verið frá hans armi verkalýðshreyfingarinnar um afsögn. „Ekki af okkar hálfu nei, það kannast ég ekki við.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir ákvörðunina alfarið hans eigin „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn hættir tveimur árum á undan áætlun Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Embættið verður auglýst til umsóknar á næstu dögum. Hann segist hafa átt frumkvæðið að því að hætta sjálfur. Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára í febrúar árið 2020. 31. maí 2023 14:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Segir ákvörðunina alfarið hans eigin „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. 31. maí 2023 16:41
Aðalsteinn hættir tveimur árum á undan áætlun Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Embættið verður auglýst til umsóknar á næstu dögum. Hann segist hafa átt frumkvæðið að því að hætta sjálfur. Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára í febrúar árið 2020. 31. maí 2023 14:42