Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Árni Sæberg skrifar 31. maí 2023 14:40 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Arnar Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. Kjarasamningsviðræður hafa verið í hnút undanfarið og BSRB hefur beitt hinum ýmsu verkfallsaðgerðum, sem hafa meðal annars haft áhrif á skólastarf og starfsemi hafna. Síðast var boðað til fundar á mánudaginn fyrir viku en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir þann fund ekki hafa skilað neinum árangri. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að halda samtalinu gangandi. Eins og ég nefndi þá fannst mér við hafa farið skref aftur á bak. Þannig að það er varla annað hægt að trúa því að við munum þokast eitthvað áfram í kvöld,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þá segir hún að viðsemjendur hennar hafi lítinn samningsvilja sýnt undanfarið en að mikilvægt sé að landa kjarasamningum sem fyrst. „Áður en verkfallsaðgerðir okkar stigmagnast.“ Blása sér byr í brjóst í kvöld Fyrir fundinn í Karphúsinu mun BSRB standa fyrir baráttufundi. „Við verðum með baráttufund í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld klukkan hálf sex til hálf sjö. Þar ætlum við að safnast saman, bæði þau sem eru í verkföllum og stuðningsfólk þeirra. Það verða tvær baráttukonur sem eru í verkfalli, Aníta og Magdalena, sem verða með ræðu. Svo ætlum við að vera með tónlistaratriði til þess að blása okkur byr í brjóst,“ segir Sonja Ýr. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Kjarasamningsviðræður hafa verið í hnút undanfarið og BSRB hefur beitt hinum ýmsu verkfallsaðgerðum, sem hafa meðal annars haft áhrif á skólastarf og starfsemi hafna. Síðast var boðað til fundar á mánudaginn fyrir viku en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir þann fund ekki hafa skilað neinum árangri. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að halda samtalinu gangandi. Eins og ég nefndi þá fannst mér við hafa farið skref aftur á bak. Þannig að það er varla annað hægt að trúa því að við munum þokast eitthvað áfram í kvöld,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þá segir hún að viðsemjendur hennar hafi lítinn samningsvilja sýnt undanfarið en að mikilvægt sé að landa kjarasamningum sem fyrst. „Áður en verkfallsaðgerðir okkar stigmagnast.“ Blása sér byr í brjóst í kvöld Fyrir fundinn í Karphúsinu mun BSRB standa fyrir baráttufundi. „Við verðum með baráttufund í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld klukkan hálf sex til hálf sjö. Þar ætlum við að safnast saman, bæði þau sem eru í verkföllum og stuðningsfólk þeirra. Það verða tvær baráttukonur sem eru í verkfalli, Aníta og Magdalena, sem verða með ræðu. Svo ætlum við að vera með tónlistaratriði til þess að blása okkur byr í brjóst,“ segir Sonja Ýr.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira