Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 14:36 Málinu verður áfrýjað beint til Hæstaréttar en ekki til millidómsstigsins, Landsréttar. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. Ríkisútvarpið greinir frá. Málið á rætur að rekja til yfirlýsingar Fjársýslu ríkisins í júlí í fyrra um að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam 105 milljónum króna. Var það vegna þess að stuðst var við röng viðmið við hækkun launa. Í kjölfarið voru launin lækkuð og fólk krafið um endurgreiðslu sem átti að gera upp á einu ári. Dómarar vildu ekki una þessu og höfðaði einn þeirra, Ástríður Grímsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneyti. Eðli máls samkvæmt voru allir dómarar landsins taldir vanhæfir til þess að fjalla um málið. Aðrir lögfræðingar voru skipaðir í þeirra stað og dæmdu Ástríði í vil. Töldu þeir að ekki hefði verið fylgt málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við lækkunina og litið til sjálfstæðis dómara gagnvart ríkinu. Fallist var á kröfu Ástríðar og ákvörðun um endurkröfu ógilt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fjármála- og efnahagsráðuneyti ætli sér að áfrýja málinu beint til æðsta dómstóls landsins, Hæstaréttar. Rekstur hins opinbera Dómstólar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá. Málið á rætur að rekja til yfirlýsingar Fjársýslu ríkisins í júlí í fyrra um að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam 105 milljónum króna. Var það vegna þess að stuðst var við röng viðmið við hækkun launa. Í kjölfarið voru launin lækkuð og fólk krafið um endurgreiðslu sem átti að gera upp á einu ári. Dómarar vildu ekki una þessu og höfðaði einn þeirra, Ástríður Grímsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneyti. Eðli máls samkvæmt voru allir dómarar landsins taldir vanhæfir til þess að fjalla um málið. Aðrir lögfræðingar voru skipaðir í þeirra stað og dæmdu Ástríði í vil. Töldu þeir að ekki hefði verið fylgt málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við lækkunina og litið til sjálfstæðis dómara gagnvart ríkinu. Fallist var á kröfu Ástríðar og ákvörðun um endurkröfu ógilt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fjármála- og efnahagsráðuneyti ætli sér að áfrýja málinu beint til æðsta dómstóls landsins, Hæstaréttar.
Rekstur hins opinbera Dómstólar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira