Innlent

Björk efnir til mót­mæla gegn hval­veiðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Undirskriftarlistar gegn hvalveiðum telja nú 118 þúsund undirskriftir.
Undirskriftarlistar gegn hvalveiðum telja nú 118 þúsund undirskriftir. Vilhelm/Getty

Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt.

Gengið verður klukkan 14 frá Gömlu höfninni í Ægisgarði að plötubúðinni Smekkleysu á Hjartatorgi. Þar sjá meðal annars Hera Hilmarsdóttir, leikkona og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum um ræðuhöld. Högni og Jófríður verða með tónlistaratriði og Björk þeytir skífum ásamt Guðmundi Arnalds og Juanma b2b. Listasmiðja verður í boði fyrir börnin.

Þá verða íslensk stjórnvöld hvött til þess að stöðva veiðar á langreyðum. Ungir umhverfissinnar munu tilkynna málsókn sem er í vinnslu á hendur íslenskum stjórnvöldum í tengslum við útgefið hvalveiðileyfi.

Vakin verður athygli á tveimur undirskriftalistum, íslenskum og alþjóðlegum, sem mótmæla hvalveiðum á Íslandi. Samtals eru þessir listar komnir með um 118 þúsund undirskriftir. Til stendur að afhenda Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra listana í næstu viku.


Tengdar fréttir

„Munar um hvern einasta hval“

Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi.

Hvalur biður ráðherra um undanþágu til að geta hafið veiðar

Hvalur hf. hefur sótt um undanþágu frá starfsleyfi til ráðherra til að geta hafið starfsemi og hvalveiðar í sumar. Samkvæmt úttekt heilbrigðiseftirlits þyrfti að gera úrbætur á frágangi við olíutank áður en slíkt yrði gefið út. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands telur samt ólíklegt að leyfið muni stranda á því.

Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar

Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.