Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 07:00 Ivermectin Medical Valley var fyrsta ivermectin-lyfið sem fékk markaðsleyfi á Íslandi árið 2021. Síðan þá hefur að minnsta kosti tæplega ein af hverjum tíu ávísunum á það verið vegna Covid-19 jafnvel þó að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist gegn sjúkdómnum. Vísir/Vilhelm Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga. Fljótlega eftir að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og heimsbyggðin leitaði í örvæntingu að meðferð við Covid-19 bárust fregnir af því að lyfið ivermectin dræpi veiruna í ræktunarskál á tilraunastofu. Þrátt fyrir að framhaldsrannsóknir leiddu ekki í ljós að ivermectin hefði nokkra virkni gegn Covid-19 hömpuðu efasemdamenn um faraldurinn og bóluefnin, sem komu síðar fram, lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við veikinni. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var á meðal þeirra sem mærðu lyfið sem vörn gegn Covid-19 hér á landi. Sums staðar erlendis voru jafnvel brögð að því að fólk neytti ivermectin-lyfja sem eru ætluð hestum. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sá meðal annars ástæðu til þess að gefa út sérstaka viðvörun á samfélagsmiðlum um að þau væru ekki ætluð mönnum. Ein af hverjum tíu ávísunum vegna Covid-19 Aðeins eitt lyf fyrir menn sem inniheldur virka efnið ivermectin og er á töfluformi er með markaðsleyfi á Íslandi, Ivermectin Medical Valley sem heildsalan Parlogis flytur inn. Lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi 1. október árið 2021. Í fylgiseðli þess er það sagt notað gegn sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Fyrsta árið voru 88 pakkningar af lyfinu seldar frá heildsölunni. Þær voru 155 í fyrra og 112 fyrstu þrjá mánuði þessa árs samkvæmt tölum Lyfjastofnunar. Sá fyrirvari er á tölum stofnunarinnar að þær séu heildsölutölur og ekki sé víst að þær séu þær sömu og tölur um ávísaðar pakkningar. Frá því að Ivermectin Medical Valley fékk markaðsleyfi hafa að minnsta kosti 9,5 prósent af ávísunum á lyfið verið vegna Covid-19, tíu af 105 samkvæmt tölum embættis landlæknis. Í sautján tilfellum hefur verið vísað á lyfið án ábendingar um notkun. Tæpur helmingur ávísananna var vegna kláðamaurs, ætlaðrar notkunar lyfsins. Hafnað um undanþágu fyrir tveimur árum Vísað hefur verið á tvö önnur lyf sem innihalda ivermectin en eru ekki skráð á Íslandi frá 2018. Hægt er að fá lyf sem eru ekki skráð með undanþágu frá Lyfjastofnun. Þetta eru lyfin Ivermectin og Stromectol. Undaþágur fengust meðal annars fyrir ávísunum vegna húðsýkinga og kláðamaurs þegar önnur lyfjameðferð bar ekki árangur, að því er segir á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tvisvar var skrifað upp á Ivermectin sérstaklega gegn Covid-19 frá 2020 til 2021. Í átta skiptum af 33 voru engar upplýsingar um ábendingu. Í ríflega helmingi tilfella var skrifað upp á Ivermectin gegn kláðamaur. Aldrei var skrifað sérstaklega upp á Stromectol gegn Covid-19 en hins vegar vantaði upplýsingar um ábendingu í tuttugu af þeim 28 skiptum sem skrifað var upp á það á árunum 2018 til 2021. Frá 2020 var skrifað átta sinnum upp á Stromectol. Lyfjastofnun bendir á í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að fjöldi ávísana gefi ekki endilega rétta mynd af notkun lyfs þar sem ávísun leiði ekki alltaf til afgreiðslu lyfs. Þannig gætu læknar hafa sótt um undanþágu fyrir notkun lyfs án þess að fá það samþykkt eða afgreitt. Stofnunin synjaði lækni um undanþáguheimild til þess að vísa sjúklingi á Ivermectin árið 2021. Vísaði hún til neikvæðrar umsagnar sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild Landspítala. Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins sem staðfesti hana. Niðurstaða ráðuneytisins var að læknirinn hefði ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna máli síni til stuðnings. Hafa ekki upplýsingar um innflutning einstaklinga Samtals hefur þannig verið skrifað tólf sinnum upp á ivermectin-lyf sérstaklega vegna Covid-19 frá 2020 til dagsins í dag. Það eru rúm átta prósent ávísananna á tímabilinu. Engar upplýsingar voru um ábendingu um notkun í 45 tilvikum þegar vísað var á lyfin þrjú, meira en fjórðung ávísananna á árunum 2018 til 2023. Samkvæmt upplýsingum embættis landslæknis var ekki skylda að fylla út ábendingu um notkun í rafrænni lyfjaávísanagátt fyrr en í fyrra. Lyfseðlar sem eru gefnir út á pappír eru yfirleitt ekki með ábendingu um notkun. Notkun á ivermectin gegn Covid-19 gæti verið enn meiri á Íslandi í ljósi þess Lyfjastofnun hefur ekki yfirsýn yfir hversu mikið einstaklingar kunna að hafa flutt inn með sér til einkanota af lyfjum sem innihalda virka efnið. Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Arnar Á ekki að gefa ivermectin gegn Covid-19 Vandinn við ivermectin er að góðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það hafi áhrif á Covid-19, að sögn Ernu Milunka Kojic, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar faraldurinn blossaði fyrst upp var veiran ný og menn vissu ekki hvað virkaði og hvað ekki. Ýmislegt var þá reynt sem virkaði ekki, þar á meðal ivermectin. „Núna vitum við betur. Það virkar bara hreinlega ekki og það á ekki að gefa þetta fyrir Covid,“ segir hún við Vísi. Þrátt fyrir að einhverjar vísbendingar hafi sést um að lyfið kynni að hafa einhvers konar andveiruáhrif í tilraunaglasi á rannsóknarstofu þá hafi það verið í skömmtum sem væru ekki mögulegir í mönnum. Þrátt fyrir þetta segir Erna að ákveðinn hópur fólks hafi óbilandi trú á gagnsemi ivermectin gegn Covid-19 og haldi því enn á lofti. „Það er erfitt að segja til um hvað vakir fyrir þeim sem skrifa upp á þetta en staðreyndin er að í rannsóknum sem eru vel uppsettar og gerðar hefur þetta lyf ekki áhrif á veiruna. Satt að segja skil ég ekki almennilega af hverju fólk væri að gefa út lyf sem ekki virkar,“ segir Erna. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Fljótlega eftir að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og heimsbyggðin leitaði í örvæntingu að meðferð við Covid-19 bárust fregnir af því að lyfið ivermectin dræpi veiruna í ræktunarskál á tilraunastofu. Þrátt fyrir að framhaldsrannsóknir leiddu ekki í ljós að ivermectin hefði nokkra virkni gegn Covid-19 hömpuðu efasemdamenn um faraldurinn og bóluefnin, sem komu síðar fram, lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við veikinni. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var á meðal þeirra sem mærðu lyfið sem vörn gegn Covid-19 hér á landi. Sums staðar erlendis voru jafnvel brögð að því að fólk neytti ivermectin-lyfja sem eru ætluð hestum. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sá meðal annars ástæðu til þess að gefa út sérstaka viðvörun á samfélagsmiðlum um að þau væru ekki ætluð mönnum. Ein af hverjum tíu ávísunum vegna Covid-19 Aðeins eitt lyf fyrir menn sem inniheldur virka efnið ivermectin og er á töfluformi er með markaðsleyfi á Íslandi, Ivermectin Medical Valley sem heildsalan Parlogis flytur inn. Lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi 1. október árið 2021. Í fylgiseðli þess er það sagt notað gegn sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Fyrsta árið voru 88 pakkningar af lyfinu seldar frá heildsölunni. Þær voru 155 í fyrra og 112 fyrstu þrjá mánuði þessa árs samkvæmt tölum Lyfjastofnunar. Sá fyrirvari er á tölum stofnunarinnar að þær séu heildsölutölur og ekki sé víst að þær séu þær sömu og tölur um ávísaðar pakkningar. Frá því að Ivermectin Medical Valley fékk markaðsleyfi hafa að minnsta kosti 9,5 prósent af ávísunum á lyfið verið vegna Covid-19, tíu af 105 samkvæmt tölum embættis landlæknis. Í sautján tilfellum hefur verið vísað á lyfið án ábendingar um notkun. Tæpur helmingur ávísananna var vegna kláðamaurs, ætlaðrar notkunar lyfsins. Hafnað um undanþágu fyrir tveimur árum Vísað hefur verið á tvö önnur lyf sem innihalda ivermectin en eru ekki skráð á Íslandi frá 2018. Hægt er að fá lyf sem eru ekki skráð með undanþágu frá Lyfjastofnun. Þetta eru lyfin Ivermectin og Stromectol. Undaþágur fengust meðal annars fyrir ávísunum vegna húðsýkinga og kláðamaurs þegar önnur lyfjameðferð bar ekki árangur, að því er segir á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tvisvar var skrifað upp á Ivermectin sérstaklega gegn Covid-19 frá 2020 til 2021. Í átta skiptum af 33 voru engar upplýsingar um ábendingu. Í ríflega helmingi tilfella var skrifað upp á Ivermectin gegn kláðamaur. Aldrei var skrifað sérstaklega upp á Stromectol gegn Covid-19 en hins vegar vantaði upplýsingar um ábendingu í tuttugu af þeim 28 skiptum sem skrifað var upp á það á árunum 2018 til 2021. Frá 2020 var skrifað átta sinnum upp á Stromectol. Lyfjastofnun bendir á í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að fjöldi ávísana gefi ekki endilega rétta mynd af notkun lyfs þar sem ávísun leiði ekki alltaf til afgreiðslu lyfs. Þannig gætu læknar hafa sótt um undanþágu fyrir notkun lyfs án þess að fá það samþykkt eða afgreitt. Stofnunin synjaði lækni um undanþáguheimild til þess að vísa sjúklingi á Ivermectin árið 2021. Vísaði hún til neikvæðrar umsagnar sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild Landspítala. Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins sem staðfesti hana. Niðurstaða ráðuneytisins var að læknirinn hefði ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna máli síni til stuðnings. Hafa ekki upplýsingar um innflutning einstaklinga Samtals hefur þannig verið skrifað tólf sinnum upp á ivermectin-lyf sérstaklega vegna Covid-19 frá 2020 til dagsins í dag. Það eru rúm átta prósent ávísananna á tímabilinu. Engar upplýsingar voru um ábendingu um notkun í 45 tilvikum þegar vísað var á lyfin þrjú, meira en fjórðung ávísananna á árunum 2018 til 2023. Samkvæmt upplýsingum embættis landslæknis var ekki skylda að fylla út ábendingu um notkun í rafrænni lyfjaávísanagátt fyrr en í fyrra. Lyfseðlar sem eru gefnir út á pappír eru yfirleitt ekki með ábendingu um notkun. Notkun á ivermectin gegn Covid-19 gæti verið enn meiri á Íslandi í ljósi þess Lyfjastofnun hefur ekki yfirsýn yfir hversu mikið einstaklingar kunna að hafa flutt inn með sér til einkanota af lyfjum sem innihalda virka efnið. Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Arnar Á ekki að gefa ivermectin gegn Covid-19 Vandinn við ivermectin er að góðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það hafi áhrif á Covid-19, að sögn Ernu Milunka Kojic, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar faraldurinn blossaði fyrst upp var veiran ný og menn vissu ekki hvað virkaði og hvað ekki. Ýmislegt var þá reynt sem virkaði ekki, þar á meðal ivermectin. „Núna vitum við betur. Það virkar bara hreinlega ekki og það á ekki að gefa þetta fyrir Covid,“ segir hún við Vísi. Þrátt fyrir að einhverjar vísbendingar hafi sést um að lyfið kynni að hafa einhvers konar andveiruáhrif í tilraunaglasi á rannsóknarstofu þá hafi það verið í skömmtum sem væru ekki mögulegir í mönnum. Þrátt fyrir þetta segir Erna að ákveðinn hópur fólks hafi óbilandi trú á gagnsemi ivermectin gegn Covid-19 og haldi því enn á lofti. „Það er erfitt að segja til um hvað vakir fyrir þeim sem skrifa upp á þetta en staðreyndin er að í rannsóknum sem eru vel uppsettar og gerðar hefur þetta lyf ekki áhrif á veiruna. Satt að segja skil ég ekki almennilega af hverju fólk væri að gefa út lyf sem ekki virkar,“ segir Erna.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira