Innlent

Vopnaður maður hand­tekinn vegna þjófnaðar úr verslun

Atli Ísleifsson skrifar
Við handtöku kom í ljós að maðurinn reyndist vera með vopn á sér.
Við handtöku kom í ljós að maðurinn reyndist vera með vopn á sér. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann vegna þjófnaðar, en maðurinn hafði tekið vörur fyrir andvirði 200 þúsund króna. Við handtöku kom í ljós að maðurinn reyndist vera með vopn á sér, en hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Ekki er tekið fram hvenær eða hvar maðurinn var handtekinn, nema að það átti sér stað á svæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir miðborg Reykjavíkur og Seltjarnarnes.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að ökumaður bíls hafi valdið umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu, en í stað þess að ganga frá málinu hafi hann tekið upp á því að ganga á brott. „Lögreglan fann ökumanninn stutt frá og reyndist hann þá sviptur ökuréttindum. Að auki er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.“

Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum til viðbótar vegna hraðaksturs og aksturs undir áhrifum vímuefna. Þannig var einn stöðvaður og kærður fyrir að hafa ekið á 119 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.