Lífið

Júní­spá Siggu Kling: Bog­maðurinn þarf að vera stað­fastur og á­kveðinn

Sigga Kling skrifar

Elsku Bogmaðurinn minn, stundum kemur það fyrir að þú tekur vitlausar ákvarðanir eða þér finnst þú hafir sterka skoðun á einhverju sem þú þarft að draga tilbaka og mynda þér nýja hugsun og jafnvel aðra skoðun á, en það má alltaf breyta ákvörðun.

  • Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Þú þarft samt ekki að spá of mikið í það hvort þú hafir eytt of mikið af peningum eða að þér finnist að þú komist ekki úr einhverskonar skuldafeni, því það virðist vera að á einu augnabliki breytist hlutirnir hjá þér.

Þú ert svo sterkur í þeirri tíðni að vera einlægur og að leggja bara það sem þú þarft á borðið, og að hafa ekki áhyggjur af því hvað þá gerist eða hvað muni breytast. Því að akkúrat núna ertu að fá svar eða svör við því sem þig vantar, og ef þér líkar ekki það sem þú færð þá skaltu reyna aftur, því þú færð lausn og góða útkomu en þú þarft að vera staðfastur og ákveðinn.

Þú ætlar þér stóra hluti í lífinu en þeir sem eru ferðafélagar þínir á því tímabili sem þú ert að mæta, hafa ótta og hræðslu við þann kraft sem er að eflast hjá þér. Ef þú hefur haft ákveðið verkefni í töluverðan tíma sem virðist ekki skila þér því sem það þarf - þetta getur verið svo margt; vinnan, skólinn, sambandið, þá eru tímamót að færast nær og vissar krossgötur. Þú þarft að segja stopp eða hætta við eitthvað sem heldur þér föstum. En þegar maður er á krossgötum þá er möguleiki að fara í margar áttir, svo það er miklu jákvæðara en þér finnst.

Þig skortir ekki aðdáendur, enda heillandi og þó þú farir stundum yfir strikið þá muntu komast upp með það. Þú hefur svo ótalmargt fram að færa, en veist ekki hvar þú átt að byrja. En skilaboðin eru: Byrjaðu þá bjargast verkið.

  • Ingvar E. Sigurðsson, leikari, 22. nóvember
  • Brendan Fraser, leikari, 3. desember
  • Nicki Minaj, rappari, 8. desember
  • Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), grínisti, 9. desember
  • Taylor Swift, söngkona, 13. desember
  • Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi, 14. desember
  • Brad Pitt, leikari, 18. desember

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.