„Við stýrðum þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. maí 2023 20:08 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar niðurlútur eftir 2-1 tap á móti Fylki í Árbænum í dag. Þetta er fimmta tap Eyjamanna í Bestu deildinni og virðist lítið ganga hjá Vestmanneyingum um þessar mundir. „Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin. Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
„Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin.
Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38