„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 19:32 Lundarnir hafa sést reikulir í spori og hafa hreinlega dottið niður dauðir. Vísir/Steingrímur Dúi Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings. Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06