„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 19:32 Lundarnir hafa sést reikulir í spori og hafa hreinlega dottið niður dauðir. Vísir/Steingrímur Dúi Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings. Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06