Innlent

Starfs­menn færðir í hluta­starf eða ráðnir í verk­efni vegna skipu­lags­breytinga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Steinunn Birna er óperustjóri.
Steinunn Birna er óperustjóri. visir/vilhelm/Íslenska óperan

Vegna skipulagsbreytinga hefur öllum þremur starfsmönnum Íslensku óperunnar verið sagt upp störfum en þeir verða ráðnir aftur í hlutastarf eða í ákveðin verkefni. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir um afar eðlilegar skipulagsbreytingar að ræða.

„Þetta eru skipulagsbreytingar sem verið er að fara í og í rauninni enginn að missa vinnuna,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. 

Hún segir áform um þjóðaróperu en allt óljóst enn. Framtíðin fari eftir því hversu háa rekstrarstyrki sjálfseignarstofnunin fái og það sé óljóst vegna breytinga á starfseminni. Uppsagnirnar séu hluti af þessum breytingum en unnar í góðu samstarfi við ráðuneyti.

Þá verður hennar staða sem óperustjóri óbreytt. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×