Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2023 14:31 Lilja ætlar að reyna að koma böndum á umsvif auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. vísir/arnar Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira