Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2023 14:37 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er verjandi hjúkrunarfræðingsins Steinu Árnadóttur sem er ákærð fyrir að valda dauða sjúklings. Vísir/Vilhelm Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu. Rannsókn lögreglu, meðferð héraðssaksóknara og Landspítalanum var fundið flest til foráttu í ræðu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Steinu Árnadóttur, 62 ára hjúkrunarfræðings, sem er ákærð fyrir að valda dauða sjúklings, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steina er sökuð um að hafa þvingað tvo næringardrykki ofan í konu á sextugsaldri með þeim afleiðingum að hún kafnaði. Hún neitar sök. Vilhjálmur hélt því fram að rannsókn lögreglu á málinu hefði verið í skötulíki og að hún hefði einkennst af rörsýn á skjólstæðing sinn. Ekki hafi hvarflað að lögreglu að taka skýrslu af sjúkraliða á vettvangi en Vilhjálmur sagði það augljóst að frumorsök andláts konunnar hafi mátt rekja til vanrækslu hans. Vísaði hann þar til sjúkraliða sem sagðist hafa gefið sjúklingnum að borða þrátt fyrir að læknar hefðu gefið fyrirmæli um að konan ætti að vera á fljótandi fæði vegna ásvelgingarhættu. Fram kom við aðalmeðferðina að þau fyrirmæli hefðu ekki skilað sér. Vilhjálmur sagði sjúkraliðann hafa brotið starfsskyldur sínar með því að kynna sér ekki fyrirmælin um matinn. Héraðssaksóknari hafi svo ákveðið að ákæra Steinu án þess að öll gögn lægju fyrir, þar á meðal innri rannsókn Landspítalans sem leiddi í ljós ýmislegt sem fór úrskeiðis í aðdraganda andlátsins. Embættið hefði skautað auðveldlega fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs sem hann taldi augljóst að hefði haft stöðu sakbornings í málinu á tímabili. Steina Árnadóttir í dómsal á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm Krufningarskýrslan fullkomlega ónýtt sönnunargagn Vilhjálmur sagði í þessu ljósi að krufningarskýrsla sem var lögð fram væri fullkomlega ónýtt sönnunargagn í málinu þar sem læknar sem gerðu hana væru starfsmenn Landspítalans sjálfs. Hann sakaði þó læknana ekki um meinsæri í málinu. Niðurstaða þeirra var að dánarorsök konunnar hafi verið köfnun vegna vökva sem hún andaði að sér. Fyrir utan krufningarskýrsluna hvíldi málið gegn Steinu á framburði þriggja samstarfskvenna hennar á vaktinni. Framburðir þeirra væru mengaðir vegna þess að þær hefðu rætt saman áður en þær lýstu atvikunum fyrst í atvikaskráningu Landspítalans, að mati Vilhjálms. Framburður kvennanna væri ótrúverðugur og út úr kú. „Landspítalinn er með puttana í hvoru tveggja,“ sagði Vilhjálmur um krufningarskýrslunar og framburð kvennanna þriggja. Hann þjarmaði fyrr í dag að starfsmanni stuðnings- og ráðgjafarteymis Landspítalans sem veitti konunum þremur og fleiri vitnum af deildinni ráðgjöf um hvernig væri að koma fyrir dóm. Spurði hann starfsmanninn meðal annars hvort það væri hlutverk spítalans að skipta sér af vitnaleiðslum í dómsmáli. Starfsmaðurinn sagði ráðgjöfina aðeins hafa falist í formi þess að koma fyrir dóm, ekki efnislegum framburði kvennanna. Með hagsmuni af því að koma sökinni á Steinu Lýsti Vilhjálmur framburði Steinu sem stöðugum og trúverðugum allt frá upphafi, ólíkt hinna þriggja. Samstarfsmennirnir hefðu haft umtalsverðra hagsmuna að gæta að varpa sök á Steinu og gera minna úr sínum hlut, sérstaklega sjúkraliði sem gaf konunni mat á föstu formi. Steina lýsti því að hún hefði brugðist við eftir að stóð í sjúklingnum, bankað á bakið þannig að matur hrökk upp en síðan gefið nokkra sopa af drykk úr glasi til að hreinsa vélinda. Konurnar þrjár fullyrtu að Steina hefði látið halda konunni niðri á meðan hún hellti innihalda tveggja flaskna af næringardrykk upp í hana þar til hún missti meðvitund. Vilhjálmur sagði að byggja yrði eingöngu á framburði Steinu um atvikin vegna ósamræmis í framburði hinna þriggja. Steina hafi komið inn í aðstæður sem hún hafi ekki borið ábyrgð á. Staðið hafi í sjúklingnum vegna mistaka og vanrækslu annarra á deildinni. Hún hafi gert sitt besta til þess að bjarga konunni með því að banka hana og reyna að gefa að drekka. Sjálfur fengi hann ekki skilið hvernig væri hægt að ákæra hana fyrir að valda dauða af líkindaásetningi þegar hún hefði gert allt það sem á undan var lýst og svo tekið beinan þátt í endurlífgun, hringt á neyðarlínu og fleira. Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01 Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Rannsókn lögreglu, meðferð héraðssaksóknara og Landspítalanum var fundið flest til foráttu í ræðu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Steinu Árnadóttur, 62 ára hjúkrunarfræðings, sem er ákærð fyrir að valda dauða sjúklings, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steina er sökuð um að hafa þvingað tvo næringardrykki ofan í konu á sextugsaldri með þeim afleiðingum að hún kafnaði. Hún neitar sök. Vilhjálmur hélt því fram að rannsókn lögreglu á málinu hefði verið í skötulíki og að hún hefði einkennst af rörsýn á skjólstæðing sinn. Ekki hafi hvarflað að lögreglu að taka skýrslu af sjúkraliða á vettvangi en Vilhjálmur sagði það augljóst að frumorsök andláts konunnar hafi mátt rekja til vanrækslu hans. Vísaði hann þar til sjúkraliða sem sagðist hafa gefið sjúklingnum að borða þrátt fyrir að læknar hefðu gefið fyrirmæli um að konan ætti að vera á fljótandi fæði vegna ásvelgingarhættu. Fram kom við aðalmeðferðina að þau fyrirmæli hefðu ekki skilað sér. Vilhjálmur sagði sjúkraliðann hafa brotið starfsskyldur sínar með því að kynna sér ekki fyrirmælin um matinn. Héraðssaksóknari hafi svo ákveðið að ákæra Steinu án þess að öll gögn lægju fyrir, þar á meðal innri rannsókn Landspítalans sem leiddi í ljós ýmislegt sem fór úrskeiðis í aðdraganda andlátsins. Embættið hefði skautað auðveldlega fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs sem hann taldi augljóst að hefði haft stöðu sakbornings í málinu á tímabili. Steina Árnadóttir í dómsal á miðvikudaginn.Vísir/Vilhelm Krufningarskýrslan fullkomlega ónýtt sönnunargagn Vilhjálmur sagði í þessu ljósi að krufningarskýrsla sem var lögð fram væri fullkomlega ónýtt sönnunargagn í málinu þar sem læknar sem gerðu hana væru starfsmenn Landspítalans sjálfs. Hann sakaði þó læknana ekki um meinsæri í málinu. Niðurstaða þeirra var að dánarorsök konunnar hafi verið köfnun vegna vökva sem hún andaði að sér. Fyrir utan krufningarskýrsluna hvíldi málið gegn Steinu á framburði þriggja samstarfskvenna hennar á vaktinni. Framburðir þeirra væru mengaðir vegna þess að þær hefðu rætt saman áður en þær lýstu atvikunum fyrst í atvikaskráningu Landspítalans, að mati Vilhjálms. Framburður kvennanna væri ótrúverðugur og út úr kú. „Landspítalinn er með puttana í hvoru tveggja,“ sagði Vilhjálmur um krufningarskýrslunar og framburð kvennanna þriggja. Hann þjarmaði fyrr í dag að starfsmanni stuðnings- og ráðgjafarteymis Landspítalans sem veitti konunum þremur og fleiri vitnum af deildinni ráðgjöf um hvernig væri að koma fyrir dóm. Spurði hann starfsmanninn meðal annars hvort það væri hlutverk spítalans að skipta sér af vitnaleiðslum í dómsmáli. Starfsmaðurinn sagði ráðgjöfina aðeins hafa falist í formi þess að koma fyrir dóm, ekki efnislegum framburði kvennanna. Með hagsmuni af því að koma sökinni á Steinu Lýsti Vilhjálmur framburði Steinu sem stöðugum og trúverðugum allt frá upphafi, ólíkt hinna þriggja. Samstarfsmennirnir hefðu haft umtalsverðra hagsmuna að gæta að varpa sök á Steinu og gera minna úr sínum hlut, sérstaklega sjúkraliði sem gaf konunni mat á föstu formi. Steina lýsti því að hún hefði brugðist við eftir að stóð í sjúklingnum, bankað á bakið þannig að matur hrökk upp en síðan gefið nokkra sopa af drykk úr glasi til að hreinsa vélinda. Konurnar þrjár fullyrtu að Steina hefði látið halda konunni niðri á meðan hún hellti innihalda tveggja flaskna af næringardrykk upp í hana þar til hún missti meðvitund. Vilhjálmur sagði að byggja yrði eingöngu á framburði Steinu um atvikin vegna ósamræmis í framburði hinna þriggja. Steina hafi komið inn í aðstæður sem hún hafi ekki borið ábyrgð á. Staðið hafi í sjúklingnum vegna mistaka og vanrækslu annarra á deildinni. Hún hafi gert sitt besta til þess að bjarga konunni með því að banka hana og reyna að gefa að drekka. Sjálfur fengi hann ekki skilið hvernig væri hægt að ákæra hana fyrir að valda dauða af líkindaásetningi þegar hún hefði gert allt það sem á undan var lýst og svo tekið beinan þátt í endurlífgun, hringt á neyðarlínu og fleira.
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34 Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10 Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01 Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. 26. maí 2023 13:34
Undirmönnun, álag og fyrirmæli sem komust ekki til skila Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins. 26. maí 2023 11:10
Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. 26. maí 2023 06:01
Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23
Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52