Dúx skólans var Benedikt Vilji Magnússon með 9,75 í einkunn af eðlisfræðideild I. Þess má geta að Benedikt bar sigur úr býtum í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna á fyrsta árinu sínu í MR. Hann var fyrsti nýneminn í níu ár til að hreppa þau verðlaun.
Semidúx skólans var Katla Ólafsdóttir, sem útskrifaðist af fornmáladeild I með með einkunnina 9,70. Katla var í Gettu betur liði skólans síðastliðin tvö ár og sigraði keppnina í bæði skiptin.
Útskriftarárgangurinn er sá fyrsti sem Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, útskrifar í embættinu. Hún tók við störfum sem rektor skólans síðasta haust.