Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 12:33 Katla Rut varð Dúx í MR á föstudag. Vísir/Aðsend „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum. Skóla- og menntamál Reykjavík Dúxar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum.
Skóla- og menntamál Reykjavík Dúxar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira