Arnar: Var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum Árni Gísli Magnússon skrifar 25. maí 2023 21:00 Víkingar hafa verið óstöðvandi til þessa Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 4-0 útisigur á KA á Akureyri fyrr í kvöld. Víkingur spilaði miklu betur en KA í dag eins og tölurnar gefa til kynna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn en gat þó fundið ýmislegt í leik síns liðs sem má betur fara. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og munurinn á liðunum var að annað liðið var með mikið sjálfstraust og hitt liðið með lítið sjálfstraust. Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkar hálfu, við höfðum mikla stjórn á leiknum og hefðum getað bætt við fleiri mörkum, en auðvitað bara fyrst og fremst ánægður með frábæran sigur á erfiðum útivelli.” Víkingar áttu ekki í erfiðleikum að spila sig í gegnum vörn KA sem var oft á tíðum alltof opin. „Þeir voru að tapa 2-0 og langaði að stíga framar og gera leik úr þessu og í raun og veru í 2-0 þurftu þeir að skora á undan okkur þetta margfræga þriðja mark en það er leikur sem hentar okkur mjög vel að spila á móti liði sem kemur svona framarlega og opnar sig og eins og ég segi það var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum og ekki vera að vorkenna þeim þannig 4-0 er virkilega ánægjulegt.“ Helgi Guðjónsson, Daniel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson og Arnór Borg Guðjónsen komu allir inn á sem varamenn í dag sem sýnir gríðarlega breidd hjá Víkingum. „Það er erfitt örugglega að vera varnarmenn andstæðingana þegar tekur Nikolaj [Hansen], Matta [Matthías Vilhjálmsson],Ella [Erling Agnarsson] og Birnir [Snæ Ingason] og færð þessa fjóra inn á þannig þetta er bara frábært hjá okkur. Það eru tveir stórleikir framundan, Valur á mánudaginn og svo Breiðablik, og bara næsti leikur og áfram gakk og bara fókus.” Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í deildinni, skorað 21 mark og aðeins fengið á sig fjögur, hvað þarf að gera til að stoppa liðið? „Ég hef alltaf sagt að við erum okkar versti andstæðingur og þú sérð bara hvernig við byrjum leikinn, vorum bara slakir og KA gat gert mark bara í fyrstu sókninni sinni og lið með aðeins meira sjálfstraust hefði bara refsað okkur. Svo kom einstaklingsframtök í ljós sérstaklega í markinu hjá Birni, góð pressa í fyrra markinu, en fyrri hálfleikur án þess að hljóma vanþákkláttur var ekki vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik þá loksins fannst mér ég sá það sem við erum búnir að prédika í allt sumar og allan vetur að reyna svolítið að vera meira svalir á boltanum og reyna bíða sekúndubroti lengur en ekki henda honum bara frá þér í einhverja vitleysu þannig mér fannst seinni hálfleikur mjög vel spilaður.” Eins og sést á svörum Arnars gat hann fundið fullt af hlutum til að bæta þrátt fyrir 4-0 útisigur á Akureyri. „Maður vill nú ekki vera vanþákklátur, það eru ekki mörg lið sem koma hérna og vinna 4-0, en ég veit bara hvað býr í þessum strákum og finnst við vera farnir að skilja hvorn annan mjög mikið, bæði liðið og ég, þannig að við erum í góðum takti og þurfum að virða hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að laga af því maður vill alltaf meina það að lið sem er á betri stað en KA í dag myndi bara refsa okkur og það er standardinn sem við eigum alltaf að horfa til”, sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
„Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og munurinn á liðunum var að annað liðið var með mikið sjálfstraust og hitt liðið með lítið sjálfstraust. Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkar hálfu, við höfðum mikla stjórn á leiknum og hefðum getað bætt við fleiri mörkum, en auðvitað bara fyrst og fremst ánægður með frábæran sigur á erfiðum útivelli.” Víkingar áttu ekki í erfiðleikum að spila sig í gegnum vörn KA sem var oft á tíðum alltof opin. „Þeir voru að tapa 2-0 og langaði að stíga framar og gera leik úr þessu og í raun og veru í 2-0 þurftu þeir að skora á undan okkur þetta margfræga þriðja mark en það er leikur sem hentar okkur mjög vel að spila á móti liði sem kemur svona framarlega og opnar sig og eins og ég segi það var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum og ekki vera að vorkenna þeim þannig 4-0 er virkilega ánægjulegt.“ Helgi Guðjónsson, Daniel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson og Arnór Borg Guðjónsen komu allir inn á sem varamenn í dag sem sýnir gríðarlega breidd hjá Víkingum. „Það er erfitt örugglega að vera varnarmenn andstæðingana þegar tekur Nikolaj [Hansen], Matta [Matthías Vilhjálmsson],Ella [Erling Agnarsson] og Birnir [Snæ Ingason] og færð þessa fjóra inn á þannig þetta er bara frábært hjá okkur. Það eru tveir stórleikir framundan, Valur á mánudaginn og svo Breiðablik, og bara næsti leikur og áfram gakk og bara fókus.” Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í deildinni, skorað 21 mark og aðeins fengið á sig fjögur, hvað þarf að gera til að stoppa liðið? „Ég hef alltaf sagt að við erum okkar versti andstæðingur og þú sérð bara hvernig við byrjum leikinn, vorum bara slakir og KA gat gert mark bara í fyrstu sókninni sinni og lið með aðeins meira sjálfstraust hefði bara refsað okkur. Svo kom einstaklingsframtök í ljós sérstaklega í markinu hjá Birni, góð pressa í fyrra markinu, en fyrri hálfleikur án þess að hljóma vanþákkláttur var ekki vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik þá loksins fannst mér ég sá það sem við erum búnir að prédika í allt sumar og allan vetur að reyna svolítið að vera meira svalir á boltanum og reyna bíða sekúndubroti lengur en ekki henda honum bara frá þér í einhverja vitleysu þannig mér fannst seinni hálfleikur mjög vel spilaður.” Eins og sést á svörum Arnars gat hann fundið fullt af hlutum til að bæta þrátt fyrir 4-0 útisigur á Akureyri. „Maður vill nú ekki vera vanþákklátur, það eru ekki mörg lið sem koma hérna og vinna 4-0, en ég veit bara hvað býr í þessum strákum og finnst við vera farnir að skilja hvorn annan mjög mikið, bæði liðið og ég, þannig að við erum í góðum takti og þurfum að virða hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að laga af því maður vill alltaf meina það að lið sem er á betri stað en KA í dag myndi bara refsa okkur og það er standardinn sem við eigum alltaf að horfa til”, sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54