Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fólk á förnum vegi um efnahagsástandið.
Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristöllum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að þau verði öllum aðgengileg í framtíðinni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Fimmtán hundruð félagsmenn BSRB eru sem stendur í verkfalli víðs vegar um landið. Við kíkjum á samstöðufund sem fór fram í Mosfellsbæ í morgun.
Þá sjáum við myndir af sprengingu sem kom upp í flokkunarstöð Sorpu í dag en hana má rekja til rangrar flokkunar. Við kíkjum einnig á stærstu flugvél heims sem Air Atlanta hefur tekið í notkun og verðum í beinni frá stærsta sundknattleiksmóti sem haldið hefur verið hér á landi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.