Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 23:39 Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar
Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira