Hvalur biður ráðherra um undanþágu til að geta hafið veiðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:38 Í umsókn Hvals hf. til ráðherra um undanþágu frá starfsleyfi segir að vertíðin hefjist vanalega 15. júní. Vegna óvissu um formlega útgáfu leyfis fyrir þann tíma þurfi fyrirtækið undanþágu. vísir/Egill Hvalur hf. hefur sótt um undanþágu frá starfsleyfi til ráðherra til að geta hafið starfsemi og hvalveiðar í sumar. Samkvæmt úttekt heilbrigðiseftirlits þyrfti að gera úrbætur á frágangi við olíutank áður en slíkt yrði gefið út. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands telur samt ólíklegt að leyfið muni stranda á því. Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið hefur sótt um endurnýjun á leyfinu og hefur heilbrigðiseftirlitið auglýst drög að því. Fólk hefur hins vegar frest til þess að andmæla útgáfu leyfisins til 9. júní og heilbrigðiseftirlitið þarf að vinna úr athugasemdum áður en nýtt leyfi er gefið út. Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir úrvinnsluna fara eftir fjölda athugasemda. „Ég myndi grísa á að þetta verði svona ein vika; ein til tvær vikur. Að það færi bara í forgang hjá okkur að reyna að afgreiða þetta starfsleyfi þannig að það tefji ekki reksturinn.“ En þetta tekur lengri tíma ef athugasemdir eru margar? „Já það má búast við því. Það eru nú ekki allir sáttir við þessa starfsemi þannig það má alveg búast við því að það komi einhverjar athugasemdir við leyfið,“ segir Þorsteinn. Til að tryggja reksturinn hefur fyrirtækið sótt um undanþágu frá starfsleyfi fyrir starfseminni. Í umsókninni sem er stíluð á Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, segir að vinnsla á hvalaafurðum hefjist vanalega um 15. júní. Óvíst sé hvort leyfið verði tilbúið í tæka tíð fyrir vertíðina. Í umsókninni til ráðherra kemur fram að starfsemin hafi verið óbreytt síðustu ár fyrir utan að settur hafi verið upp nýr frárennslishreinsibúnaður. „Ekki hægt að fá allt í einu“ Í skýrslu heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem byggir á eftirliti þeirra í fyrra eru hins vegar gerðar athugasemdir við frágang á olítanki sem á að standa á steyptu plani sem tengt er við olíugildru. Úrbætur á því þurfi að vera komnar í lag fyrir endurnýjun starfsleyfis, segir eftirlitið. Mynd úr eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Þar segir að áfylling á olíutank samræmist ekki kröfum í reglugerð um olíumengun frá starfsemi í landi. Krafa sé gerð um steypt áfylliplan sem tengt er olíugildru.Vísir Enn hafa ekki verið gerðar slíkar úrbætur en Þorsteinn telur samt ólíklegt að það komi í veg fyrir útgáfu starfsleyfis. „Það er nú jafnan þannig að það er ekki allt gert sem heilbrigðiseftirlitið biður um, það þarf stundum að minna á og við vinnum samkvæmt stjórnsýslulögum að þessum úrbótum. Ef úrbæturnar hafa ekki farið fram fær viðkomandi sjálfvirkan tölvupóst úr eftirlitskerfinu okkar þar sem minnt er á að þetta sé komið á tíma og að við óskum eftir upplýsingum,“ segir Þorsteinn. Frestur til úrbóta rennur út 9. júní og Þorsetinn bætir við að fyrirtækið geti síðan farið fram á lengri frest. Vatnstökusvæðið er ógirt og óvarið fyrir ágangi búfjár og manna, segir í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.Vísir Í eftirlitsskýrslu eru einnig gerðar athugasemdir við að vatnslónið fyrir neysluvatn starfseminnar sé óvarið. Engan varnir séu til að sporna við því að mengun berist í vatnið og að ganga þurfi betur frá vatnsveitunni. Í eftirlitsskýrslu segir að skoða þurfi möguleikann á að breyta vatnstöku þannig að yfirborðsvatn verði ekki nýtt beint með þessum hætti. Þorsteinn bendir á að vatnið sé síað og geislað fyrir nýtingu og að það dragi úr áhættu. Sýni hafi staðist kröfur og þrátt fyrir frávik frá kröfum í reglugerð ætti það ekki að koma í veg fyrir útgáfu leyfis. „Það er mjög gott að fá allt sem maður biður um en stundum er ekki hægt að fá allt í einu. Við erum alltaf í ákveðinni vegferð í heilbrigðiseftirlitinu að reyna bæta en förum vægustu leiðina fyrst,“ segir Þorsteinn. Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið hefur sótt um endurnýjun á leyfinu og hefur heilbrigðiseftirlitið auglýst drög að því. Fólk hefur hins vegar frest til þess að andmæla útgáfu leyfisins til 9. júní og heilbrigðiseftirlitið þarf að vinna úr athugasemdum áður en nýtt leyfi er gefið út. Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir úrvinnsluna fara eftir fjölda athugasemda. „Ég myndi grísa á að þetta verði svona ein vika; ein til tvær vikur. Að það færi bara í forgang hjá okkur að reyna að afgreiða þetta starfsleyfi þannig að það tefji ekki reksturinn.“ En þetta tekur lengri tíma ef athugasemdir eru margar? „Já það má búast við því. Það eru nú ekki allir sáttir við þessa starfsemi þannig það má alveg búast við því að það komi einhverjar athugasemdir við leyfið,“ segir Þorsteinn. Til að tryggja reksturinn hefur fyrirtækið sótt um undanþágu frá starfsleyfi fyrir starfseminni. Í umsókninni sem er stíluð á Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, segir að vinnsla á hvalaafurðum hefjist vanalega um 15. júní. Óvíst sé hvort leyfið verði tilbúið í tæka tíð fyrir vertíðina. Í umsókninni til ráðherra kemur fram að starfsemin hafi verið óbreytt síðustu ár fyrir utan að settur hafi verið upp nýr frárennslishreinsibúnaður. „Ekki hægt að fá allt í einu“ Í skýrslu heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem byggir á eftirliti þeirra í fyrra eru hins vegar gerðar athugasemdir við frágang á olítanki sem á að standa á steyptu plani sem tengt er við olíugildru. Úrbætur á því þurfi að vera komnar í lag fyrir endurnýjun starfsleyfis, segir eftirlitið. Mynd úr eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Þar segir að áfylling á olíutank samræmist ekki kröfum í reglugerð um olíumengun frá starfsemi í landi. Krafa sé gerð um steypt áfylliplan sem tengt er olíugildru.Vísir Enn hafa ekki verið gerðar slíkar úrbætur en Þorsteinn telur samt ólíklegt að það komi í veg fyrir útgáfu starfsleyfis. „Það er nú jafnan þannig að það er ekki allt gert sem heilbrigðiseftirlitið biður um, það þarf stundum að minna á og við vinnum samkvæmt stjórnsýslulögum að þessum úrbótum. Ef úrbæturnar hafa ekki farið fram fær viðkomandi sjálfvirkan tölvupóst úr eftirlitskerfinu okkar þar sem minnt er á að þetta sé komið á tíma og að við óskum eftir upplýsingum,“ segir Þorsteinn. Frestur til úrbóta rennur út 9. júní og Þorsetinn bætir við að fyrirtækið geti síðan farið fram á lengri frest. Vatnstökusvæðið er ógirt og óvarið fyrir ágangi búfjár og manna, segir í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.Vísir Í eftirlitsskýrslu eru einnig gerðar athugasemdir við að vatnslónið fyrir neysluvatn starfseminnar sé óvarið. Engan varnir séu til að sporna við því að mengun berist í vatnið og að ganga þurfi betur frá vatnsveitunni. Í eftirlitsskýrslu segir að skoða þurfi möguleikann á að breyta vatnstöku þannig að yfirborðsvatn verði ekki nýtt beint með þessum hætti. Þorsteinn bendir á að vatnið sé síað og geislað fyrir nýtingu og að það dragi úr áhættu. Sýni hafi staðist kröfur og þrátt fyrir frávik frá kröfum í reglugerð ætti það ekki að koma í veg fyrir útgáfu leyfis. „Það er mjög gott að fá allt sem maður biður um en stundum er ekki hægt að fá allt í einu. Við erum alltaf í ákveðinni vegferð í heilbrigðiseftirlitinu að reyna bæta en förum vægustu leiðina fyrst,“ segir Þorsteinn.
Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira