Lífið

Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiða Rún er að gera frábæra hluti í leiklistinni.
Heiða Rún er að gera frábæra hluti í leiklistinni.

Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu.

Heiða býr um þessar mundir í Búdapest í Ungverjalandi en hún gerði sex ára samning við sjónvarpsstöðina CBS þar sem hún fer með burðamikið hlutverk í þáttunum FBI: International. Fannar fékk einnig að fylgjast með þeim Gísla Marteini Baldurssyni og Sigurði Starr Guðjónssyni, betur þekktur sem dragdrottningin Gógó Starr áður en þeir stigu á svið.

„Þetta eru langir dagar í burtu frá fjölskyldunni og því myndi ég ekki segja yfirhöfuð að þetta sé fjölskylduvænn bransi,“ segir Heiða og heldur áfram.

„Ég fékk næstum því kast yfir því að þurfa fara frá hundinum mínum á dögunum og ég get ekki ímyndað mér hvernig ég verð þegar ég þarf að fara frá barninu mínu. Það er örugglega ástæðan fyrir því að ég hef aðeins verið að bíða með það að byrja reyna að verða ólétt því ég veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu. Ég sé samt konur í kringum mig takast þetta og þetta er alveg hægt og þetta verður hægt, en ég fer hægt í það,“ segir Heiða en hér að neðan má sjá atriði úr síðasta þætti.

Heiða fagnar 36 ára afmæli sínu í dag, 22. maí.

Klippa: Hefur frestað barneignum vegna starfsins: Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu

Tengdar fréttir

Heiða Rún á stóra sviðinu í London

Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, er komin með nýtt verkefni en hún fer með hlutverk í verkinu Foxfinder sem verður frumsýnt í næsta mánuði í West End leikhúsinu Ambassadors í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×