Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnishornið úr nýjustu mynd Balta fyrir Netflix

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Myndin Against the Ice var að mestum hluta tekin upp á Íslandi.
Myndin Against the Ice var að mestum hluta tekin upp á Íslandi. Netflix/Lilja Jónsdóttir

Entertainment Weekly birti í gær fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni Against the Ice sem Baltasar Kormákur og RVK Studios framleiða. Myndin verður frumsýnd 2.mars á Netflix.

Baltasar Kormákur og RVK Studios framleiddu myndina fyrir Netflix í samstarfi við danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau úr Game of Thrones og var hún að stærstum hluta unnin hér á landi.Myndin hefur nú verið valin inn á kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fram fer í febrúar, og verður frumsýnd þar í í flokknum Berlinale Special – Gala Screening.

Klippa: Against the Ice - sýnishorn

„Against the Ice er byggð á sannsögulegum atburðum; ótrúlegri þrekraun tveggja pólfara sem urðu innlyksa á Grænlandi um langt skeið snemma á 20.öldinni.Með aðalhlutverk fara Nikolaj Coster-Waldau og Joe Cole (Peaky Blinders, Gangs of London) og með önnur hlutverk fara meðal annars Charles Dance (Game of Thrones), Heiða Rún Sigurðardóttir (Heida Reed) og Gísli Örn Garðarsson,“ segir í tilkynningu um myndina. 

Myndin er væntanleg á Netflix í mars á þessu ári.Netflix/Lilja Jónsdótti

Tengdar fréttir

Baltasar Kormákur selur Smáragötuna

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur selur einbýlishús sitt á Smáragötu í miðborginni. Fasteignamat eignarinnar er 152.500.000 krónur og er óskað eftir tilboði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.