Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. maí 2023 14:06 Bjarni og Kristrún tókust á í Silfrinu líkt og oft áður. vísir Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira