Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 15:31 Hjólinu, að gerðinni Cube, var stolið úr bílskúrnum með því að spenna upp glugga. Tjónið segir Búi þó aðallega vera persónulegt. aðsend Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. Búi Bendsen hefur að undanförnu staðið í framkvæmdum á bílskúr sínum í Norðlingaholti, meðal annars til að bæta lærdómsaðstöðu fyrir soninn og útbúa vinnuaðstöðu sína fyrir fyrirtækjarekstur sinn. „Í þessum framkvæmdum hefur stóra bílskúrshurðin verið opin þegar menn eru að vinna í skúrnum mig grunar að menn hafi verið að fylgjast með því. Í skúrnum eru hjól og krossarar en mesta tjónið eru upplýsingar fyrir fyrirtækjareksturinn sem voru í tölvunni. Það er í raun stærsta tjónið, nú þarf maður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Búi í samtali við fréttastofu. Hann hefur kært þjófnaðinn til lögreglu og auglýsir eftir mununum á Facebook og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir verðmætt keppnishjólið. „Þetta er sem sagt í annað skiptið sem það er brotist inn í bílskúrinn og hjól tekið. Fyrir tveimur árum fannst hjólið aldrei. Þá var farið inn um hurðina hjá okkur en í þetta sinn var bílskúrsglugginn spenntur upp.“ Hann segir að ekki virðist að um neinn innbrotsfaraldur sé að ræða í Norðlingaholtinu en hefur sent öðrum íbúum póst þar sem hann minnir á að læsa öllum hurðum og gluggum. „Þetta er mjög rólegt og yndislegt hverfi og aldrei neitt vesen, en þetta er óþægilegt. Þetta hefur bara verið skipulagt. Menn hafa fylgst með skúrnum og beðið færis,“ segir Búi. „Þetta er aðallega persónulegt tjón, þarna eru meðal annars brúðarmyndir okkar hjóna. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir mönnum sem gera svona,“ segir Búi jafnframt. Hann auglýsir eins og áður segir eftir hjólinu og tölvunni, sem er gagnslaus öðrum, á Facebook síðu sinni. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Búi Bendsen hefur að undanförnu staðið í framkvæmdum á bílskúr sínum í Norðlingaholti, meðal annars til að bæta lærdómsaðstöðu fyrir soninn og útbúa vinnuaðstöðu sína fyrir fyrirtækjarekstur sinn. „Í þessum framkvæmdum hefur stóra bílskúrshurðin verið opin þegar menn eru að vinna í skúrnum mig grunar að menn hafi verið að fylgjast með því. Í skúrnum eru hjól og krossarar en mesta tjónið eru upplýsingar fyrir fyrirtækjareksturinn sem voru í tölvunni. Það er í raun stærsta tjónið, nú þarf maður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Búi í samtali við fréttastofu. Hann hefur kært þjófnaðinn til lögreglu og auglýsir eftir mununum á Facebook og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir verðmætt keppnishjólið. „Þetta er sem sagt í annað skiptið sem það er brotist inn í bílskúrinn og hjól tekið. Fyrir tveimur árum fannst hjólið aldrei. Þá var farið inn um hurðina hjá okkur en í þetta sinn var bílskúrsglugginn spenntur upp.“ Hann segir að ekki virðist að um neinn innbrotsfaraldur sé að ræða í Norðlingaholtinu en hefur sent öðrum íbúum póst þar sem hann minnir á að læsa öllum hurðum og gluggum. „Þetta er mjög rólegt og yndislegt hverfi og aldrei neitt vesen, en þetta er óþægilegt. Þetta hefur bara verið skipulagt. Menn hafa fylgst með skúrnum og beðið færis,“ segir Búi. „Þetta er aðallega persónulegt tjón, þarna eru meðal annars brúðarmyndir okkar hjóna. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir mönnum sem gera svona,“ segir Búi jafnframt. Hann auglýsir eins og áður segir eftir hjólinu og tölvunni, sem er gagnslaus öðrum, á Facebook síðu sinni.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira