Lífið

Allt til alls í eina „djass­þorpi“ landsins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ólöf Breiðfjörð og Ómar Guðjónsson stóðu í ströngu við undirbúning í vikunni. Opnunin fór vel af stað fyrr í dag.
Ólöf Breiðfjörð og Ómar Guðjónsson stóðu í ströngu við undirbúning í vikunni. Opnunin fór vel af stað fyrr í dag. Aðsend

Búið er að umbreyta Garðatorgi í Garðabæ í djassþorp. Þar munu margir af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum landsins spila ljúfa tjóna fyrir gesti og gangandi.

Ómar Guðjónsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir að allt sé til alls á staðnum: Tónlist, matur, sérbruggaðir drykkir og „djasssúpa.“ Hátíðin stendur yfir alla helgina og er tilvalið að kíkja með fjölskylduna, að sögn skipuleggjenda.

„Við erum að búa til smá festival hérna í Garðabæ. Við opnum snemma á morgnana, við opnum ellefu, og síðan erum við til miðnættis. Síðan erum við líka með ljósmyndasýningu, við erum með Góða hirðinn með okkur í liði – það er allt til sölu sem er hérna inni – öll húsgögn. Og síðan náttúrulega fyrst og fremst æðisleg músík.“

Fyrr í kvöld voru sérstakir Louis Armstrong „tribute“ tónleikar og sérstakur gestur var Sigurður Guðmundsson. Klukkan 12:00 á morgun verða Skuggamyndirnar frá Býsans – tónlist frá Balkanskaganum og Mezzoforte stíga á stokk klukkan 20:00 svo fátt eitt sé nefnt.

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.Garðabær





Fleiri fréttir

Sjá meira


×