Innlent

„Þetta er blaut tuska í andlitið á Þóru Melsteð stofnanda Kvennaskólans“

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Minnst hundrað mættu á mótmælin í dag.
Minnst hundrað mættu á mótmælin í dag.

Fyrirhugaðri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík var harðlega mótmælt á fjöldafundi í dag. Nemendur og kennarar skoruðu á menntamálaráðherra að falla frá hugmyndinni; menningarverðmæti beggja skóla muni glatast við samrunann.

Minnst hundrað mættu á mótmælin í dag og ljóst að hugmyndir um sameiningu skólanna tveggja sæta mikilli andstöðu. Skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík segir andstöðuna ekki beinast að Menntaskólanum við Sund.

„Við deilum þeirra áhyggjum í húsnæðismálum. Við vonum að skólinn fái farsæla lausn. Þetta beinist miklu frekar að áhyggjum fólks að menningarverðmæti skólanna tapist við samruna,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir. 

Karítas Þorsteinsdóttir, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík, segir samrunann hrylling. „Þetta er blaut tuska í andlitið á Þóru Melsteð stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík.“ Ketill Guðlaugur Ágústsson, nemandi við Menntaskólann við Sund, segir hugmyndina kjaftæði. „Ég valdi MS út af því að ég bý nálægt, umhverfið, ég var í Fossó, Réttó og svo MS. Þetta er heilög þrenna.“ 


Tengdar fréttir

Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust

Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust.

Starfs­fólk Flens­borgar uggandi og óttast uppsagnir

Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir. 

Sameining yrði móðgun við kven­réttinda­bar­áttu Ís­lands

Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×