„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2023 18:56 Tunnurnar fjórar sem Reykvíkingar koma til með að kynnast í ár. Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun. Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir. Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir.
Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira