„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2023 18:56 Tunnurnar fjórar sem Reykvíkingar koma til með að kynnast í ár. Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun. Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir. Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir.
Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira