Innlent

Fluttur með sjúkra­flugi eftir vinnu­slys í ál­verinu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Álverið á Reyðarfirði.
Álverið á Reyðarfirði. Vísir/Arnar

Sprenging í deiglu hjá Alcoa Fjarðaáli varð til þess að starfsmaður þar fékk brunasár. Starfsmaðurinn var fyrst fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað en þar var ákveðið að flytja hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Austurfrétt greinir frá slysinu sem átti sér stað síðastliðið miðvikudagskvöld. Fram kemur að sprengingin hafi orðið í deiglu í kerskála álversins, deiglan sé notuð við að flytja raflausn. Líðan starfsmannsins sé eftir atvikum.

Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli, segir í samtali við Austurfrétt að búið sé að breyta verklagi og auka forvarnir til að bregðast við slysinu. Þá sé búið að hefja rannsókn á slysinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×