Gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga á fundi með Katrínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 10:55 Leo Vardakar vill sjá endalok hvalveiða í heiminum. Samsett: Getty, Arnar Halldórsson Leo Vardakar, forsætisráðherra Írlands, gagnrýnir Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tók hann upp málið á tvíhliða fundi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. „Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“ Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
„Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“
Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26
Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14