Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 10:44 Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað. Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð. Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Slysið átti sér stað rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er talinn hafa runnið á aðfallandi grasbala sem var fljúgandi háll og fallið niður um tuttugu metra í vík sem er rétt við höfnina á Arnarstapa og bílastæði við hana, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúa á Vesturlandi. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina. Jónas segir að rétt tæp klukkustund hafi liðið frá því að tilkynningin barst þar til björgunarlið komst að manninum. Læknir sem komst fyrst á staðinn ásamt björgunarsveit úrskurðaði manninn látinn á vettvangi. Lögreglan rannsakar hvernig slysið bar að. Rigning og þoka var þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni. Maðurinn féll í vík rétt við höfnina á Arnarstapa. Var hluti af hópi ferðamanna Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi fljótt orðið ljóst að ekki væri hægt að komast að manninum nema síga niður kletta eða sjóleiðina. Enginn björgunarbátur er í Arnarstapa og og því fóru læknir og sjúkraliði á endanum á smábát úr höfninni að víkinni. Það tók nokkurn tíma þar sem strandveiðimenn á Arnarstapa höfðu gengið tryggilega frá bátum sínum og höfninni fyrir suðvestanhvell sem á að gera í dag. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var í öðru sjúkraflugi þegar kallað barst. Gerðar voru ráðstafanir til þess að hún gæti farið að Arnarstapa en eftir að læknir komst að manninum og úrskuðaði hann látinn var beiðnin afturkölluð. Jón segir að maðurinn hafi verið hluti af ferðahóp. Starfsfólk Rauða krossins hafi veitt ferðafólkinu og síðar björgunarsveitarfólki áfallahjálp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira