Snarpur viðsnúningur í rekstri Siðmenntar eigi sér eðlilegar skýringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. maí 2023 13:00 Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúning í rekstri eiga sér eðlilegar skýringar. Aðsend Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“ Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“
Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21