„Þá þarf hún bara að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 22:21 Rósa Líf Darradóttir læknir mætti á mótmælin gegn hvalveiðum í dag. Helena Rós Rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla hvalveiðum á sama tíma og þjóðarleiðtogarnir mættu í Hörpu. Einn skipuleggjanda segir lög hafa verið brotin og ráðherra geti ekki leyft því að viðgangast út þetta veiðiár. Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01