Hlaut árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Procar máli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 15:36 Alls var kílómetrastaðan lækkuð í 134 seldum bílum. Procar Haraldur Sveinn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Haraldur játaði að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum fyrir sölu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund. Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund.
Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38