Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 16:39 Simmi Vill datt óvænt inn á sjálfa þingmannaveisluna á Nordica um helgina og hleypti aukafjöri í samkomuna með dansi og krefjandi spurningum. vísir/vilhelm Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi. Alþingi Næturlíf Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi.
Alþingi Næturlíf Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira