Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 22:11 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Aðsend Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“ Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira