Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 22:11 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Aðsend Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“ Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira