Álitið fjalli ekki um ákvörðun Jóns heldur heimildir þingsins Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. maí 2023 12:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir álitið taka af allan vafa um að hann hafi farið á svig við lög við breytingar á umsóknum um ríkisborgararétt. Vísir/Vilhelm Einn höfunda lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun segir álitið ekki beinlínis snúa að breyttu verklagi dómsmálaráðherra um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé því of afdráttarlaus. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29
Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42