„Grátbroslegt“ að Ísland sé í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 20:00 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Íslands og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Vísir/Sigurjón Formaður Trans Íslands segir það grátbroslega staðreynd að réttindi transfólks séu hvergi jafn góð og hér á landi. Hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi og nú. Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“ Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“
Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira