Innlent

Lyfja kærir upp­flettingar fyrr­verandi starfs­manns til lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þórbergur segir öryggisráðstafanir fyrirtækisins í stöðugri þróun.
Þórbergur segir öryggisráðstafanir fyrirtækisins í stöðugri þróun.

Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað.

Það er Morgunblaðið sem greinir frá.

Það segist hafa undir höndum gögn sem sanni að starfsmaðurinn hafi flett upp þjóðþekktum einstaklingum í lyfjagáttinni. Blaðið hefur áður greint frá því að þetta hefði gerst og að upplýsingunum hefði verið dreift til þriðja aðila.

Embætti landlæknis, Lyfjastofnun og Persónuvernd hafa staðfest að hafa borist ábendingar um athæfið.

Morgunblaðið hefur eftir Þórbergi Egilssyni, framkvæmdastjóra verslanasviðs Lyfju, að fyrirtækinu hafi borist „erindi“ um tilefnislausar uppflettingar fyrrverandi starfsmanns í Lyfjagátt fyrir þó nokkru síðan.

„Til­efn­is­laus upp­flett­ing í lyfja­á­vísanagátt er brot á lög­bund­inni þagn­ar­skyldu en slík brot heyra und­ir viðeig­andi eft­ir­lits­stofn­an­ir og lög­reglu. Lyfja bein­ir slík­um mál­um í lög­bund­inn far­veg, þar á meðal með kæru til lög­reglu og til­kynn­ingu til Lyfja­stofn­un­ar. Viðkom­andi stofn­an­ir taka síðan ákvörðun um fram­hald máls­ins,“ sagði Þórbergur í skriflegu svari til Morgunblaðsins.

Blaðið segist hafa gögn um fleiri uppflettingar á þekktum einstaklingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×