Álftir byrjaðar að drepast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. maí 2023 16:06 Ekki hefur tekist að ná stroksýni úr álft enn þá. Vilhelm Gunnarsson Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. „Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
„Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57