Álftir byrjaðar að drepast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. maí 2023 16:06 Ekki hefur tekist að ná stroksýni úr álft enn þá. Vilhelm Gunnarsson Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. „Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57